Varnir við flugstöðina skoðaðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum lauk í komusal Flugstöðvar Eiríkssonar um klukkan sex í gærkvöldi. Lögregla mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara en við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar steig maðurinn út úr bíl sínum og kýldi lögreglumann. Þá reif hann konu út úr bifreið hennar og ók bílnum síðan á flugstöðina. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir yfirheyrslu yfir manninum lokið. „Við erum að fara yfir þá lögfræðilegu þætti sem varða málið og skoða hvað er skynsamlegast að gera," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri. Ólafur segir lögregluna þurfa að fara yfir ýmsa öryggisþætti vegna atviksins og verður það skoðað af fullum þunga. „Það er mikið mildi að ekki urðu meiðsli eða manntjón af. Eins og allir átta sig á eftir fréttir undanfarinna vikna að þá geta bílar verið skaðlegir þrátt fyrir að þetta séu ágætis tæki til að komast á milli staða," segir Ólafur. Isavia hefur þegar sett saman hóp sem mun skoða málið í samstarfi við lögreglu. „Það er mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að svona geti gerst. En við munum skoða þetta og fara yfir hvað sé hægt að gera til þess að hægja á umferð eða hindra að þetta geti gerst svona hratt," segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Miklar breytingar á flugstöðinni standa nú yfir og verður þetta sérstaklega haft í huga við hönnun nýbygginga. „Við erum búin að setja það í ferli að þetta verður haft til skoðunar og erum komin með það í gang varðandi nýbyggingar. En núna finnst okkur tilefni til að skoða betur þær byggingar sem þegar eru til staðar og fara vel yfir þetta," segir Guðni.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira