Áheitin renna óskert til góðgerðafélaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 20:26 Mörgum hefur þótt gagnrýnivert að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála en Íslandsbanki ætlar að auka stuðning við hlaupið í ár. Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu. Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu.
Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00