Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands 20. ágúst 2017 17:57 Mikill viðbúnaður er á landamærum Spánar og Frakklands. Visir/AFP Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira