Fótbolti

Tryggvi kom inn í tapi Halmstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Hrafn í búningi Halmstad.
Tryggvi Hrafn í búningi Halmstad. mynd/halmstad
Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem sigraði Östersund 0-3 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

AIK komst yfir strax á 12. mínútu leiksins með marki frá Daniel Sundgren. Östersund þurftu að spila 40 mínútur manni færri, en Curtis Edwards fékk að líta sitt annað gula spjald á 51. mínútu.

Nicolas Stefanelli bætti við öðru marki fyrir AIK á 67. mínútu. Varamaðurinn Denni Avdic innsiglaði svo sigur AIK með marki á 87. mínútu.

AIK er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, 11 stigum á eftir toppliðið Malmö.

Höskuldur Gunnlaugsson var aftur í byrjunarliði Halmstad sem sótti Djurgården heim. Hann þurfti hins vegar að setjast á bekkinn á 46. mínútu þegar honum var skipt út af fyrir Pontus Silfver.

Tryggvi Hrafn Haraldsson var í fyrsta skipti í hóp hjá Halmstad, en hann byrjaði leikinn í dag á bekknum. Tryggvi Hrafn kom inn á fyrir Gabriel Gudmundsson á 82. mínútu leiksins.

Magnus Eriksson skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Svíinn Gabriel Gudmundsson jafnaði leikinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig.

Gustav Engvall kom Djurgården svo yfir á 65. mínútu og þar við sat, 2-1 sigur Djurgården niðurstaðan.

Halmstad er í því enn í fallsæti eftir 20. umferðir. Það eru aðeins fjögur stig í liðið í 13. sæti og því góður möguleiki fyrir Halmstad að halda sér í deildinni.


Tengdar fréttir

Tryggvi Hrafn á förum til Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson, framherji ÍA og U-21 árs landsliðsins, er þessa stundina í læknisskoðun hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×