Fótbolti

Ágúst samdi við Bröndby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst er kominn til Danmerkur.
Ágúst er kominn til Danmerkur. Mynd/Heimasíða Bröndby
Ágúst Hlynsson samdi í dag við danska stórliðið Bröndby en hann kemur til liðsins frá Norwich í Englandi, þar sem hann hefur spilað með unglingaliðinu síðan 2016.

Félagaskiptin eru staðfest á heiamsíðu Bröndby en þar kemur einnig fram að félagið hafi einnig sýnt honum áhuga síðasta sumar.

„Ágúst er einn af bestu leikmönnum Íslands í sínum árgangi og við reyndum að fá hann í fyrra. Við viljum meina að hann sé stórefnilegur leikmaður,“ sagði Troels Bech, yfirmaður íþróttamála hjá Bröndby.

„Við höfum fylgst náið með honum síðan og afar ánægðir með að skipti nú yfir.“

Ágúst skrifaði undir þriggja ára samning við Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×