Fótbolti

Sjötti sigur Rosengård í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís og stöllur hennar eru tveimur stigum á eftir toppliði Linköpings.
Glódís og stöllur hennar eru tveimur stigum á eftir toppliði Linköpings. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn þegar nýkrýndir bikarmeistarar Rosengård unnu 0-1 útisigur á Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var sjötti sigur Rosengård í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, tviemur stigum á eftir Linköpings.

Anna Björk Kristjánsdóttir stóð vaktina í vörn Limhamn Bunkeflo sem er í 6. sæti deildarinnar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir voru í byrjunarliði Djurgården sem bar sigurorð af Hammarby á heimavelli, 1-0.

Djurgården er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig.


Tengdar fréttir

Glódís Perla sænskur bikarmeistari með Rosengård

Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, varð sænskur bikarmeistari með Rosengård í dag eftir að hafa lagt Linköpings af velli 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×