Fótbolti

Kjartan Henry skoraði hjá Rúnari Alex

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry er kominn með tvö mörk í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Kjartan Henry er kominn með tvö mörk í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens gerði 2-2 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Horsens er aðeins annað liðið sem nær að taka stig af Nordsjælland á tímabilinu.

Nordsjælland er enn á toppi deildarinnar með 19 stig. Horsens er í 5. sætinu með 12 stig.

Kjartan Henry kom Horsens í 2-1 á 81. mínútu þegar hann skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu. Hann kom þá boltanum framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni, fyrrverandi samherja sínum hjá KR.

Mark Kjartans Henry dugði Horsens þó ekki til sigurs því Emiliano Marcondes jafnaði metin á lokamínútunni og tryggði Nordsjælland stig. Lokatölur 2-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×