Meirihluti mongólska þingsins samþykkti í gær að víkja forsætisráðherranum Jargaltulgyn Erdenebat og ríkisstjórn hans frá völdum. Þetta er gert í kjölfar ásakana um valdamisnotkun og spillingu.
Washington Post segir að 42 af 73 þingmönnum hafi greitt atkvæði með tillögunni sem samþykkt var rúmu ári eftir þingkosningar í landinu þar sem Mogólski þjóðarflokkurinn (MPP) vann stórsigur.
Meirihluti þingflokks MPP greiddi akvæði með því að víkja Erdenebat úr embætti, en flokkurinn þarf að tilnefna nýjan forsætisráðherra innan 45 daga.
Forsætisráðherra Mongólíu hrakinn frá völdum
Atli Ísleifsson skrifar
