Innlent

Arnaldur kemur fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Arnaldur Indriðason mun í kvöld lesa upp úr væntanlegri bók sinni, Myrkrið veit.
Arnaldur Indriðason mun í kvöld lesa upp úr væntanlegri bók sinni, Myrkrið veit. Vísir/Valli
Arnaldur Indriðason, einn vinsælasti höfundur landsins, kemur fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík í kvöld. Þar mun Arnaldur lesa upp úr væntanlegri bók sinni Myrkrið veit.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Forlaginu er þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Arnaldur kemur fram opinberlega á Íslandi. Þó virðist sem Arnaldur hafi í það minnsta komið einu sinni fram undanfarin tíu ár, á Iceland Noir 2013.

Upplesturinn er hluti af dagskrá sem ber nafnið „Upplestur á eigin máli“ þar sem höfundar alls staðar að úr heiminum lesa úr verkum sínum. Arnaldur fagnar í ár 20 ára höfundarafmæli og að því tilefni hafa þýðendur og útgefendur hans um allan heim hópast á Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Dagskráin fer fram í Iðnó í kvöld frá 20:00 til 20:50 en einnig er hægt að horfa á streymi af viðburðinum á heimasíðu Bókmenntahátíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×