Stendur ekki til að malbika malarstæði Landspítalans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Bílastæðið var í slæmu ástandi á mánudag þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/ernir Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira