Er hægt að minnka brotthvarf og bæta námsárangur með námsgagnastyrkjum? Ólafur Hjörtur Sigurjónsson og Steinn Jóhannsson skrifar 7. september 2017 10:46 Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar