Arna Kristín endurráðin framkvæmdastjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:09 Arna Kristín hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín. Ráðningar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín.
Ráðningar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira