Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 21:48 Jón Daði í baráttunni í kvöld.. Vísir/Anton Brink „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
„Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17