"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. september 2017 19:00 Tómas Guðbjartsson, læknir. Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fóru í sumar í tvær ferðir á Ófeigsfjörð í Árneshreppi þar sem til stendur að reisa Hvalárvirkjun. Þar tóku þeir myndir sem þeir ætla að birta daglega í september til að vekja athygli á náttúrufegurð svæðisins. „Þetta svæði er bara einstakt. Ekki bara á Íslandi heldur víðar. Öll þekkjum við Hornstrandir og allir Íslendingar eru stoltir af því að eiga það svæði. Þetta er bara í dyragættinni," segir Tómas Guðbjörnsson. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk en þar stendur til stendur að virkja Hvalá, Rjúkanda og Eyvindafjarðará. Á svæðinu er gert er ráð fyrir fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi og veglagningu. Tómas segir ekki of seint að hætta við áformin og ætlar að senda afrakstur fossadagatalsins á ráðamenn. „Þar að auki ætlum við að taka þessar myndir, gefa þær út í litabæklingi og senda á alla alþingismenn, sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum, þá sem ráða ríkjum í HS Orku og Vesturverki, þá sem sitja í rammaáætlun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Þannig að fólk sé virkilega með það á hreinu hvað sé undir. Vegna þess að ég held að það sé stærsta vandamálið. Að fólk sé ekki nógu vel upplýst," segir Tómas. Tómas vonast til þess að myndirnar lýsi náttúrufegurðinni sem er í húfi. „Í sumum af þessum fossum eða ám mun rennslið minnka verulega, eða um 30 til 40%, sem er að mínu mati óásættanlegt. En fallegustu fossarnir eins og Drynjandi munu að langmestu leyti þurrkast upp," segir hann. Hann bendir á að virkjanir séu að mestu leyti að framleiða orku fyrir stóriðju. „Ég held að það sé mikilvægt núna að staldra við og spyrja; hvert erum við Íslendingar að fara. Þetta stóriðjuskeið er að mínu mati bara liðið hjá," segir Tómas. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fóru í sumar í tvær ferðir á Ófeigsfjörð í Árneshreppi þar sem til stendur að reisa Hvalárvirkjun. Þar tóku þeir myndir sem þeir ætla að birta daglega í september til að vekja athygli á náttúrufegurð svæðisins. „Þetta svæði er bara einstakt. Ekki bara á Íslandi heldur víðar. Öll þekkjum við Hornstrandir og allir Íslendingar eru stoltir af því að eiga það svæði. Þetta er bara í dyragættinni," segir Tómas Guðbjörnsson. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokk en þar stendur til stendur að virkja Hvalá, Rjúkanda og Eyvindafjarðará. Á svæðinu er gert er ráð fyrir fimm stíflum, fjórum lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi og veglagningu. Tómas segir ekki of seint að hætta við áformin og ætlar að senda afrakstur fossadagatalsins á ráðamenn. „Þar að auki ætlum við að taka þessar myndir, gefa þær út í litabæklingi og senda á alla alþingismenn, sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum, þá sem ráða ríkjum í HS Orku og Vesturverki, þá sem sitja í rammaáætlun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Þannig að fólk sé virkilega með það á hreinu hvað sé undir. Vegna þess að ég held að það sé stærsta vandamálið. Að fólk sé ekki nógu vel upplýst," segir Tómas. Tómas vonast til þess að myndirnar lýsi náttúrufegurðinni sem er í húfi. „Í sumum af þessum fossum eða ám mun rennslið minnka verulega, eða um 30 til 40%, sem er að mínu mati óásættanlegt. En fallegustu fossarnir eins og Drynjandi munu að langmestu leyti þurrkast upp," segir hann. Hann bendir á að virkjanir séu að mestu leyti að framleiða orku fyrir stóriðju. „Ég held að það sé mikilvægt núna að staldra við og spyrja; hvert erum við Íslendingar að fara. Þetta stóriðjuskeið er að mínu mati bara liðið hjá," segir Tómas.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira