Vilja fækka fé um tuttugu prósent Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 13:17 Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Vísir/Stefán Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins. Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins.
Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira