Erlent

Sænski prinsinn kominn með nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Gabríel er annað barn Karls FIlippusar og Sofiu, en fyrir eiga þau soninn Alexander.
Gabríel er annað barn Karls FIlippusar og Sofiu, en fyrir eiga þau soninn Alexander. Kungahuset

Karl Gústaf Svíakonungur greindi í morgun frá nafni sonarsonar síns sem kom í heiminn í síðustu viku. Prinsinn hefur fengið nafnið Gabríel Karl Walther og verður hertogi af Dölunum.



Gabríel prins er sonur Sofiu prinsessu og Karls Filippusar, sonar Karls Gústafs og Sylvíu drottningar.



Gabríel, sem kom í heiminn klukkan 11:24 þann 31. ágúst, er annað barn Karls Filippusar og Sofiu, en fyrir eiga þau soninn Alexander. Prinsinn var 3.400 grömm þegar hann kom í heiminn.



Þetta er sjötta barnabarn sænska konungsins og Sylvíu drottningar. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins eiga börnin Estelle (2012) og Óskar (2016) og Madeleine prinsessa og Chris O’Neill, eiginmaður hennar, börnin Leonore (2014) og Nicolas (2015). Nýlega var greint frá því að Madeleine gangi með sitt þriðja barn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×