Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 07:52 Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan. Dominos Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira