Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 19:30 Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“ Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“
Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00