Það er ljóst að stemningin hefur verið góð hjá stuðningsmönnum sem þurftu að sitja í tvo klukkutíma í lest til að ná til Tampere í tæka tíð. Flestir munu svo snúa aftur til Helsinki í kvöld.
Ernir Eyjólfsson ljósmyndari fréttastofu var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum af stuðningsmönnum strákanna okkar.



