Fótbolti

Markaveisla í síðasta heimaleik ársins | Myndasyrpa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar höfðu oft ástæðu til að fagna í gær.
Íslensku stelpurnar höfðu oft ástæðu til að fagna í gær. vísir/eyþór
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hóf undankeppni HM 2019 með 8-0 stórsigri á Færeyjum á Laugardalsvelli.



Ísland var miklu sterkari aðilinn gegn slökum andstæðingi og mörkin hefðu getað orðið enn fleiri.

Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu allar tvö mörk og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor.

Þetta var síðasta heimaleikur íslenska liðsins á árinu en það mætir næst Þýskalandi og Tékklandi á útivelli í október.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvelli í gær og tók myndirnar hér að neðan.

vísir/eyþór
vísir/eyþór
vísir/eyþór
vísir/eyþór

Tengdar fréttir

Sara Björk: Þurfum að vera gráðugari

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var að vonum ánægð með frammistöðu liðsins í 8-0 sigri á Færeyjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019.

Markastíflan brast með látum

Ísland hóf undankeppni HM 2019 með risasigri á slöku liði Færeyja. Sigurinn hefði getað orðið stærri. Það reynir meira á liðið í næstu tveimur leikjum.

Elín Metta: Vil alltaf meira

Elín Metta Jensen fékk sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í dag þegar liðið tók á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í undankeppni Heimsmeistarmótsins 2019. Nýtti hún tækifærið vel, var komin með tvö mörk og stoðsendingu eftir hálftíma leik.

Freyr: Er alveg sáttur með 8-0

Freyr Alexandersson var sáttur með frammistöðu Íslands í kvöld, en íslensku stelpurnar unnu þær færeysku 8-0 á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×