Útrýmum kjarnorkuvopnum, án tafar! Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 19. september 2017 07:00 Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þann 20. september næstkomandi verða merkileg tímamót í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð mannkyns. Þann dag gefst aðildarríkjum SÞ kostur á að undirrita sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi er niðurstaða af viðræðum þjóða heims og var samþykktur af 121 ríki fyrr í sumar. Því miður kusu íslensk stjórnvöld að sniðganga viðræður þessar og fylgdu þannig afstöðu Nató í málinu. Kjarnorkuvopnaeign er sem kunnugt er einn af hornsteinum hernaðarstefnu Nató og áskilur bandalagið sér rétt til að beita þessum vopnum að fyrra bragði. Grannþjóðir okkar sem ekki eru aðilar að Nató hafa þó þorað að styðja málið. Má þar nefna bæði Íra og Svía, en þeir síðarnefndu fengu lítt dulbúnar hótanir frá Trump-stjórninni vegna afstöðu sinnar. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er viðbragð við þeirri staðreynd að þrátt fyrir gildandi afvopnunarsamninga hafa kjarnorkuveldin ekki gert neitt til að vinna að útrýmingu kjarnavopna. Þvert á móti hafa þau ausið fjármunum í þróun og rannsóknarstarf, með þeim afleiðingum að framleiðsla kjarnavopna verður sífellt auðveldari. Norður-Kórea er skýrasta dæmið um það. Illu heilli verður Ísland ekki í hópi þeirra landa sem fyrst munu staðfesta samninginn. Hernaðarandstæðingar hvetja hins vegar stjórnvöld til að hverfa af núverandi braut fylgispektar við kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og Nató, en skipa sér þess í stað í sveit með friðelskandi þjóðum heims – áður en það verður of seint. Auður Lilja Erlingsdóttir er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.Stefán Pálsson er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar