Fótbolti

Verðskuldað að Anna Rakel sé í landsliðshópnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019 í kvöld þegar þær taka á móti Færeyingum á Laugardalsvelli.

Anna Rakel Pétursdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni og var hún í viðtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum í gær, ásamt liðsfélaga sínum hjá Þór/KA, Söndru Maríu Jessen.

Arnar var á léttu nótunum og spurði Söndru Maríu hvort nýliðinn gæti eitthvað í fótbolta: „Já, svo sannarlega. Hún er búin að vinna rosalega vel í sínum hlutum síðustu ár og gaman að fylgjast með henni stíga upp. Mér finnst þetta bara verðskuldað hjá henni.“

„Það væri algjörlega magnað að fá að spila með henni [í landsliðinu], ekki bara í Þór/KA. Það yrði frábært,“ sagði Anna Rakel.

Viðtalið í heildina má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Íslands og Færeyja er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.05.


Tengdar fréttir

Fótboltastelpurnar okkar fengu allar gjöf frá KSÍ í dag

Það verður enginn varaþurrkur hjá stelpurnar okkar á næstunni því allir leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá "Á allra vörum“ sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Hallbera: Byrjum með hreint blað

Hallbera Guðný Gísladóttir segir að íslenska liðið verði að spila vel til að ná 2. sætinu í sínum riðli í undankeppni HM 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×