Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2017 19:10 Komið hefur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins að Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Þorlákur Morthens myndlistarmaður hafi skrifað meðmæli fyrir umsögn um uppreist æru. Sá fékk dóm fyrir kynferðisbrot árið 1997 en sótti um uppreist æru árið 2016. Fréttastofa náði ekki tali af Þorláki en Sólveig Eiríksdóttir, sem stödd er í Kaupmannahöfn, segist hafa þekkt manninn frá fornu fari. Hún hafi hitt hann aftur í tólf spora samtökum fyrir nokkrum árum og hann hafi beðið hana um að skrifa fyrir hann meðmæli. „Ég ákvað að heyra í lögfræðingi því ég vildi vera alveg viss um hvað fólst í að skrifa meðmælin. Hún tjáði mér að það sem fælist í þessu væri ekki að samþykkja glæpinn eða það sem hann sæti inni fyrir. Eingöngu að hann væri bætt og betri manneskja og væri búinn að vera það í einhvern tíma,” segir Sólveig. Af vel ígrunduðu máli ákvað hún að skrifa meðmælin. „Af því að ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” ítrekar hún. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands lýsir meðmæla á sama hátt. Eingöngu sé verið að votta um hegðun á ákveðnu tímabili. „Það er eina gildið sem þetta skjal hefur og að sjálfsögðu felur það ekki í sér samsömun eða viðurkenningu eða annað sem tengist þeim dómi sem maðurinn hefur afplánað,” segir hún. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995 eða 35 einstaklinga. Björg segir atburðarásina síðustu vikur sýna og sanna hve forneskjuleg lögin eru og tími kominn til að breyta þeim. Hún áréttar að meðmælendur beri ekki ábyrgð. „Að sjálfsögðu er þetta engin lagaleg ábyrgð. Ég myndi telja að það sé ekki óvenjulegt að einstaklingur, vinnuveitandi eða einhver sem þekkir til, veiti atbeina sinn til að maður eigi möguleika aftur á að fá borgaraleg réttindi. Þetta er lögum samkvæmt og hefur hingað til ekki þótt óeðlilegt eða búa til ábyrgð á hendur þeim sem búa til meðmælin.“ Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Komið hefur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins að Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Þorlákur Morthens myndlistarmaður hafi skrifað meðmæli fyrir umsögn um uppreist æru. Sá fékk dóm fyrir kynferðisbrot árið 1997 en sótti um uppreist æru árið 2016. Fréttastofa náði ekki tali af Þorláki en Sólveig Eiríksdóttir, sem stödd er í Kaupmannahöfn, segist hafa þekkt manninn frá fornu fari. Hún hafi hitt hann aftur í tólf spora samtökum fyrir nokkrum árum og hann hafi beðið hana um að skrifa fyrir hann meðmæli. „Ég ákvað að heyra í lögfræðingi því ég vildi vera alveg viss um hvað fólst í að skrifa meðmælin. Hún tjáði mér að það sem fælist í þessu væri ekki að samþykkja glæpinn eða það sem hann sæti inni fyrir. Eingöngu að hann væri bætt og betri manneskja og væri búinn að vera það í einhvern tíma,” segir Sólveig. Af vel ígrunduðu máli ákvað hún að skrifa meðmælin. „Af því að ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” ítrekar hún. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands lýsir meðmæla á sama hátt. Eingöngu sé verið að votta um hegðun á ákveðnu tímabili. „Það er eina gildið sem þetta skjal hefur og að sjálfsögðu felur það ekki í sér samsömun eða viðurkenningu eða annað sem tengist þeim dómi sem maðurinn hefur afplánað,” segir hún. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995 eða 35 einstaklinga. Björg segir atburðarásina síðustu vikur sýna og sanna hve forneskjuleg lögin eru og tími kominn til að breyta þeim. Hún áréttar að meðmælendur beri ekki ábyrgð. „Að sjálfsögðu er þetta engin lagaleg ábyrgð. Ég myndi telja að það sé ekki óvenjulegt að einstaklingur, vinnuveitandi eða einhver sem þekkir til, veiti atbeina sinn til að maður eigi möguleika aftur á að fá borgaraleg réttindi. Þetta er lögum samkvæmt og hefur hingað til ekki þótt óeðlilegt eða búa til ábyrgð á hendur þeim sem búa til meðmælin.“
Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00