Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2017 22:17 Trump og repúblikanar skilja ekki loftslagsvísindi og hafa ætlað að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49