Stjórnarslitin skóku verðbréfamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fjárfestar tóku ekki vel í fregnir af stjórnarslitum í gær. Til marks um það féllu hlutabréf nánast allra félaganna í Kauphöllinni í verði. vísir/stefán Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira