Viðreisn vill forsætisráðherra og dómsmálaráðherra burt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 17:52 Viðreisn telur að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, sé ekki sætt í ríkisstjórn. vísir/ernir Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27
Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21