Fótbolti

Forráðamenn Köln gagnrýna öryggisgæsluna hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Köln á leiknum í gær.
Stuðningsmenn Köln á leiknum í gær. Vísir/Getty
Arsenal og Köln fengu í dag bæði á sig kæru vegna leiks liðanna á Emirates leikvanginum í gærkvöldi en meðal annars þurfti að seinka leiknum um klukkutíma.

Leikurinn fór fram þrátt fyrir allt vesenið fyrir leik og endaði með 3-1 sigri Arsenal-manna.

Seinkunin varð til vegna þess að þúsundir stuðningsmanna Kölnarliðsins mættu miðalausir á leikinn.

Köln fékk á sig fjórar kærur frá UEFA vegna óláta stuðningsmanna en Arsenal er ákært fyrir að loka stigagangi á vellinum.

Þýska félagið er hinsvegar allt annað en sátt við öryggisgæsluna hjá Arsenal á þessum leik. BBC segir frá.

„Öryggisráðstafanirnar, skipulagið og samskiptin voru ófullnægjandi og lögreglan var of fámenn,“ segir í yfirlýsingu frá forráðamönnum Kölnar.

Tuttugu þúsund stuðningsmenn Kölnar komu til London en félagið fékk aðeins 2900 miða á leikinn. Áhuginn var mikill hjá stuðningsmönnunum en þetta var fyrsti Evrópuleikur félagsins í 25 ár.

Kærurnar á Arsenal og Köln verða tekna fyrir hjá UEFA 21. september næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×