Aðspurðir hvers vegna þeir væru mættir í Valhöll sögðust þeir vera mættir til að fá sér kaffibolla.
Athygli vekur að þeir komi í Valhöll nú en nokkuð er liðið síðan þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk. Til að mynda á hvorki Elliði né Jens Garðar sæti í miðstjórn flokksins.
Hvorki Sigríður né Bjarni hafa viljað láta sjá sig eftir að fundi þingflokksins lauk, en þeir þingmenn flokksins sem fjölmiðlar hafa rætt við segja að þau hafi bæði fullan stuðnings flokksins.

Þá er Friðjón Friðjónsson almannatengill mættur í Valhöll. Friðjón á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hann hefur áður verið kallaður til á erfiðum tímum hjá flokknum í seinni tíð, eins og þegar Lekamálið bar sem hæst og fjölmiðlar eltust við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra.
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.
Talið er að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra muni tjá sig við fjölmiðla á blaðamannafundi nú síðdegis.
Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.