Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 11:25 Ísland enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Heimspressan sparar sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. Birtir hún jafnan mynd af forsætisráðherranum, Bjarna Benediktssyni, með fregnum sínum af málinu. Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira