Björt framtíð ákvað á stjórnarfundi í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests sem snýr að því að dómsmálaráðherra tilkynnti forsætisráðaherra að faðir hans hefði veitt meðmæli um uppreist æru á sama tíma og fjölmiðlum var neitað um sömu upplýsingar.
Heimir Már Pétursson og kollegar hans á Stöð 2 eru mættir á vaktina og verður aukafréttatími klukkan tólf þar sem farið verður yfir atburðarásina. Rætt verður við forsvarsmenn flokkanna á þingi og stjórnmálafræðingur mun fara í saumana á stöðunni í íslenskum stjórnmálum.
Uppfært klukkan 12:45
Útsendingunni er lokið og má sjá upptöku af fréttatímanum hér fyrir neðan.