„Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 07:56 Sigríður Á. Andersen segir ömurlegt að Björt framtíð skuli nota þetta mál til að slá pólítiskar keilur að hennar mati. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06