Nýtt stjórnarráð á teikniborðinu og hugmyndir kynntar á 100 ára afmæli lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2017 20:00 Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira