Vinsælla að horfa á einhvern borða epli á YouTube en mæta á völlinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 12:00 Ólafur Helgi þungt hugsi eftir enn ein slæmu úrslitin á dögunum. Þungu fargi er af honum létt eftir 4-1 sigur á AGF um helgina. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira