Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 22:08 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður en Bjarni ræddi stöðuna í þeim í stefnuræðu sinni í kvöld. Sagði hann meðal annars að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. Í umræðum um stefnuræðuna sagði Logi þetta innlegg Bjarna í kjaraviðræðurnar dapurlegt. „Stéttarfélög og félagsmenn eru skömmuð fyrir að krefjast kjarabóta. Nær væri að forsætisráðherra lærði af hinum Norðurlöndunum: Vinnumarkaðslíkan þeirra byggir ekki eingöngu á efnahagslegum stöðugleika; heldur líka félagslegum. Það mætti ríkisstjórnin að fara að skilja. Á hinum Norðurlöndunum er fjárfesting hins opinbera í velferðar- og menntakerfinu ásamt umbótum í atvinnulífinu stór hluti af sátt á vinnumarkaði: Raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, auknar vaxtabætur, ríkari stuðningur við barnafjölskyldur hefðu liðkað fyrir, en í nýjum fjárlögum er þetta því miður allt skorið við nögl,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi hann líka orð Bjarna um aukna skattbyrði hjá þeim lægst launuðustu en forsætisráðherra sagði að ef horft væri á ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lægstu launum þá hefðu þær hækkað um um það bil þriðjung á föstu verðlagi frá árinu 1998. „Hæstvirtur forsætisráðherra bítur þó höfuðið af skömminni þegar hann fullyrðir í ræðunni, að það skipti engu máli að skattbyrði hækki mest á lægstu launin. Almenn velsæld hafi nefnilega aukist svo mikið. Skítt með þótt bilið milli þeirra hæst og lægst launuðu breikki. Það væri kannski ágætis hugmynd að hæstvirtur forsætisráðherra bankaði uppá hjá nokkur þúsund börnum sem líða skort, fólki sem hrekst um á ótryggum húsnæðismarkaði, öryrkjum sem lifa margir á hungur lús eða öldruðum í krappri stöðu. Hann gæti kannski hjálpað þeim að finna, og tína upp brauðmolana, sem falla af veisluborðinu, sem aldrei fyrr.“ Alþingi Tengdar fréttir „Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður en Bjarni ræddi stöðuna í þeim í stefnuræðu sinni í kvöld. Sagði hann meðal annars að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. Í umræðum um stefnuræðuna sagði Logi þetta innlegg Bjarna í kjaraviðræðurnar dapurlegt. „Stéttarfélög og félagsmenn eru skömmuð fyrir að krefjast kjarabóta. Nær væri að forsætisráðherra lærði af hinum Norðurlöndunum: Vinnumarkaðslíkan þeirra byggir ekki eingöngu á efnahagslegum stöðugleika; heldur líka félagslegum. Það mætti ríkisstjórnin að fara að skilja. Á hinum Norðurlöndunum er fjárfesting hins opinbera í velferðar- og menntakerfinu ásamt umbótum í atvinnulífinu stór hluti af sátt á vinnumarkaði: Raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, auknar vaxtabætur, ríkari stuðningur við barnafjölskyldur hefðu liðkað fyrir, en í nýjum fjárlögum er þetta því miður allt skorið við nögl,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi hann líka orð Bjarna um aukna skattbyrði hjá þeim lægst launuðustu en forsætisráðherra sagði að ef horft væri á ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lægstu launum þá hefðu þær hækkað um um það bil þriðjung á föstu verðlagi frá árinu 1998. „Hæstvirtur forsætisráðherra bítur þó höfuðið af skömminni þegar hann fullyrðir í ræðunni, að það skipti engu máli að skattbyrði hækki mest á lægstu launin. Almenn velsæld hafi nefnilega aukist svo mikið. Skítt með þótt bilið milli þeirra hæst og lægst launuðu breikki. Það væri kannski ágætis hugmynd að hæstvirtur forsætisráðherra bankaði uppá hjá nokkur þúsund börnum sem líða skort, fólki sem hrekst um á ótryggum húsnæðismarkaði, öryrkjum sem lifa margir á hungur lús eða öldruðum í krappri stöðu. Hann gæti kannski hjálpað þeim að finna, og tína upp brauðmolana, sem falla af veisluborðinu, sem aldrei fyrr.“
Alþingi Tengdar fréttir „Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
„Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17
„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00