Segir „sveltistefnu“ lögfesta með fjárlagafrumvarpi næsta árs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 19:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er gagnrýnin á fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32