Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 19:15 Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30