Solberg óttast ekki stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 13:03 Allar líkur eru á að Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, muni áfram gegna embætti forsætisráðherra Noregs. Vísir/afp Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18
„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37