Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 11:49 Stjórnvöld ætla að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hækka gjald á kolefni sem er lagt á bensín og olíu. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira