Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 11:49 Stjórnvöld ætla að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hækka gjald á kolefni sem er lagt á bensín og olíu. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira