Innlent

Útvarpsgjald hækkar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Útvarpsgjaldið er einn af fjórum skilgreindum tekjustofnum Ríkisútvarpsins.
Útvarpsgjaldið er einn af fjórum skilgreindum tekjustofnum Ríkisútvarpsins. Vísir/Pjetureeee
Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018.

Í frumvarpinu er lagt til að útvarpsgjaldið verði hækkað úr 16.800 krónum í 17.200 krónur eða sem nemur 2,2% í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar.

Magnús Geir Þórðarson, útvaprsstjóriVísir/Ernir
Útvarpsgjaldið er einn af fjórum skilgreindum tekjustofnum Ríkisútvarpsins. Greiðendur útvarpsgjalds eru tekjuskattsskyldir einstaklingar og lögaðilar.

Útvarpsgjaldið var árið 2015 lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Árið eftir var það síðan lækkað niður í 16.400 krónur og hefur það farið hækkandi síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×