Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2017 20:45 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður til héraðssaksóknara. Hann er grunaður um að hafa dregið sér fé upp á um hálfan milljarð króna. Vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“ Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“
Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent