Ráðherra reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 16:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira