Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 13:00 Fleiri en 6,5 milljónir íbúar Flórídafylkis hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Irmu. Vísir/AFP Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“ Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22