Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2017 20:45 Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540. Manndráp á Hagamel Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540.
Manndráp á Hagamel Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira