Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2017 20:45 Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540. Manndráp á Hagamel Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira