Íslenskt skyr í útrás til Asíu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2017 20:00 MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira