H&M bregst við uppgjöri með lokunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:35 H&M rekur tvær verslanir hér á landi. VÍSIR/GETTY Hagnaður sænska tískurisans H&M var um 20 prósentum minni á síðasta ársfjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra. Í nýju uppgjöri fyrirtækisins segist það hafa ofmetið hversu mikið neytendur nútímans kaupa í eiginlegum verslunum. Kaupin hafi flust í síauknum mæli á netið og sé því fátt annað í stöðunni en að fækka verslunum H&M á þroskuðum markaðssvæðum. „Tískugeirinn stækkar um leið og hann tekur stakkaskiptum vegna aukinnar netvæðingar. Samkeppnisumhverfið er að breytast, nýir keppninautar eru að koma inn og hegðun sem og væntingar neytenda eru að breytast,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Karl-Johan Persson í uppgjörinu. Við þessu ætlar H&M að reyna að bregðast með því að loka 90 verslunum í ár ásamt að því að færa aðrar. Fyrirtækið stefnir þó á að opna fleiri verslanir en það mun loka - áherslan verði þó lögð á markaðssvæði sem ekki eru mettuð. H&M hefur opnað verslanir nýlega í Kasakstan, Kólumbíu, Víetnam og á Íslandi. Hér eru tvær verslanir H&M starfræktar, í Kringlunni og Smáralind og vilyrði eru fyrir opnun þriðju verslunarinnar á Hafnartorginu sem enn er í byggingu. Jafnframt ætlar fyrirtækið að leggja enn ríkari áherslun á netverslun. Fyrir lok árs ætlar H&M að hafa opnað netverslun í 43 löndum af þeim 69 þar sem það rekur verslanir. H&M rekur 4133 verslanir um allan heim. Helsti keppninautur fyrirtækisins, Zara, rekur til samanburðar 2093. H&M Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M var um 20 prósentum minni á síðasta ársfjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra. Í nýju uppgjöri fyrirtækisins segist það hafa ofmetið hversu mikið neytendur nútímans kaupa í eiginlegum verslunum. Kaupin hafi flust í síauknum mæli á netið og sé því fátt annað í stöðunni en að fækka verslunum H&M á þroskuðum markaðssvæðum. „Tískugeirinn stækkar um leið og hann tekur stakkaskiptum vegna aukinnar netvæðingar. Samkeppnisumhverfið er að breytast, nýir keppninautar eru að koma inn og hegðun sem og væntingar neytenda eru að breytast,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Karl-Johan Persson í uppgjörinu. Við þessu ætlar H&M að reyna að bregðast með því að loka 90 verslunum í ár ásamt að því að færa aðrar. Fyrirtækið stefnir þó á að opna fleiri verslanir en það mun loka - áherslan verði þó lögð á markaðssvæði sem ekki eru mettuð. H&M hefur opnað verslanir nýlega í Kasakstan, Kólumbíu, Víetnam og á Íslandi. Hér eru tvær verslanir H&M starfræktar, í Kringlunni og Smáralind og vilyrði eru fyrir opnun þriðju verslunarinnar á Hafnartorginu sem enn er í byggingu. Jafnframt ætlar fyrirtækið að leggja enn ríkari áherslun á netverslun. Fyrir lok árs ætlar H&M að hafa opnað netverslun í 43 löndum af þeim 69 þar sem það rekur verslanir. H&M rekur 4133 verslanir um allan heim. Helsti keppninautur fyrirtækisins, Zara, rekur til samanburðar 2093.
H&M Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00
,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30