H&M bregst við uppgjöri með lokunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:35 H&M rekur tvær verslanir hér á landi. VÍSIR/GETTY Hagnaður sænska tískurisans H&M var um 20 prósentum minni á síðasta ársfjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra. Í nýju uppgjöri fyrirtækisins segist það hafa ofmetið hversu mikið neytendur nútímans kaupa í eiginlegum verslunum. Kaupin hafi flust í síauknum mæli á netið og sé því fátt annað í stöðunni en að fækka verslunum H&M á þroskuðum markaðssvæðum. „Tískugeirinn stækkar um leið og hann tekur stakkaskiptum vegna aukinnar netvæðingar. Samkeppnisumhverfið er að breytast, nýir keppninautar eru að koma inn og hegðun sem og væntingar neytenda eru að breytast,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Karl-Johan Persson í uppgjörinu. Við þessu ætlar H&M að reyna að bregðast með því að loka 90 verslunum í ár ásamt að því að færa aðrar. Fyrirtækið stefnir þó á að opna fleiri verslanir en það mun loka - áherslan verði þó lögð á markaðssvæði sem ekki eru mettuð. H&M hefur opnað verslanir nýlega í Kasakstan, Kólumbíu, Víetnam og á Íslandi. Hér eru tvær verslanir H&M starfræktar, í Kringlunni og Smáralind og vilyrði eru fyrir opnun þriðju verslunarinnar á Hafnartorginu sem enn er í byggingu. Jafnframt ætlar fyrirtækið að leggja enn ríkari áherslun á netverslun. Fyrir lok árs ætlar H&M að hafa opnað netverslun í 43 löndum af þeim 69 þar sem það rekur verslanir. H&M rekur 4133 verslanir um allan heim. Helsti keppninautur fyrirtækisins, Zara, rekur til samanburðar 2093. H&M Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M var um 20 prósentum minni á síðasta ársfjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra. Í nýju uppgjöri fyrirtækisins segist það hafa ofmetið hversu mikið neytendur nútímans kaupa í eiginlegum verslunum. Kaupin hafi flust í síauknum mæli á netið og sé því fátt annað í stöðunni en að fækka verslunum H&M á þroskuðum markaðssvæðum. „Tískugeirinn stækkar um leið og hann tekur stakkaskiptum vegna aukinnar netvæðingar. Samkeppnisumhverfið er að breytast, nýir keppninautar eru að koma inn og hegðun sem og væntingar neytenda eru að breytast,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Karl-Johan Persson í uppgjörinu. Við þessu ætlar H&M að reyna að bregðast með því að loka 90 verslunum í ár ásamt að því að færa aðrar. Fyrirtækið stefnir þó á að opna fleiri verslanir en það mun loka - áherslan verði þó lögð á markaðssvæði sem ekki eru mettuð. H&M hefur opnað verslanir nýlega í Kasakstan, Kólumbíu, Víetnam og á Íslandi. Hér eru tvær verslanir H&M starfræktar, í Kringlunni og Smáralind og vilyrði eru fyrir opnun þriðju verslunarinnar á Hafnartorginu sem enn er í byggingu. Jafnframt ætlar fyrirtækið að leggja enn ríkari áherslun á netverslun. Fyrir lok árs ætlar H&M að hafa opnað netverslun í 43 löndum af þeim 69 þar sem það rekur verslanir. H&M rekur 4133 verslanir um allan heim. Helsti keppninautur fyrirtækisins, Zara, rekur til samanburðar 2093.
H&M Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00
,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ann-Sofie Johansson í skemmtilegu spjalli við Glamour 27. ágúst 2017 08:30