Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2017 10:15 Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnaði vöruhús í Kauptúni í Garðabæ fyrr í ár. Vísir „Einkavæðing á smásölu áfengis er skilvirkasta leiðin til að fá Íslendinga til að drekka meira áfengi,“ sagði Tim Stockwell, forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada og prófessor við Háskólann í Viktoríu í Kanada, á opnum fundi í Háskóla Íslands á miðvikudag. Stockwell kynnti niðurstöður nýrrar úttektar um áhrif þess að einkavæða smásölu áfengis í salnum Bratta í Stakkahlíð í Reykjavík en fyrir fundinum stóðu bindindissamtökin IOGT á Íslandi, félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu (FRÆ) og Háskóli Íslands.Stockwell fór fyrir alþjóðlegum hópi vísindamanna sem rannsakaði líkleg áhrif þess að einkavæða smásölu áfengis fyrir sænsku áfengisverslunina, Systembolaget.Tim Stocwell, forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada og prófessor við Háskólann í Viktoríu í Kanada.AðsendÍ samtali við Vísi eftir fundinn sagði hann það ávallt val íslensku þjóðarinnar þegar hann var spurður hvort að það væri góð hugmynd að einkavæða smásölu áfengis hér á landi. „Mitt framlag hér var að reyna að draga saman reynslu annarra landa. Rannsóknir sýna að ef þér er umhugað um heilbrigði og öryggi þjóðar, þá sé það nánast alltaf slæm hugmynd að einkavæða,“ sagði Stockwell. Ríkiseinokun tryggir ekki árangurÞegar hann kynnti niðurstöður sínar á miðvikudag sagði hann einokun ríkisins á smásölu áfengis ekki tryggja árangur í áfengisforvörnum, en veitti þó mun fleiri tækifæri til þess. Hans rannsóknir sýni að það sé mun auðveldara að fara úr ríkiseinokun í einkavæðingu heldur en úr einkavæðingu í ríkiseinokun, það sé nánast ómögulegt. Hann sagði fyrirkomulagið á einokun íslenska ríkisins á smásölu áfengis geta verið betra. Hans persónulega skoðun sé sú að Áfengis og tóbaksverslun ríkisins ætti að heyra undir heilbrigðisráðuneytið í stað fjármálaráðuneytisins. „Það myndi samt skila tekjum til ríkisins en einnig bæta heilsu þjóðarinnar,“ sagði Stockwell. „Ég myndi giska á að þið væruð með 55 til 60 prósent af ákjósanlegri áfengisstefnu. Þjóðin hefur ágætt aðgengi að áfengi en áfengið er ekki það ódýrt að ungt fólk og þeir sem eru veikir fyrir geta orðið auðveldlega ölvaðir með ódýru áfengi.“Costco beitti sér verulega í áfengiskosningu í WashingtonÁ fundinum fór hann yfir hvernig einokun Washington-ríkis í Bandaríkjunum á smásölu á sterku áfengi var afnumin í atkvæðagreiðslu meðal íbúa árið 2011. Í Bandaríkjunum eru mismunandi lög yfir sölu áfengis. Sum ríkin eru með söluna sínum snærum, önnur með söluna algjörlega frjálsa en önnur leyfa frjálsa sölu á bjór og léttvíni en sjá svo um sölu á sterku áfengi sjálf. Washington-ríki var með frjálsa sölu á bjór og léttvíni en sala á sterku áfengi var í höndum ríkisins.Costco lagði 22,5 milljónir dollara í kosningabaráttuna vegna atkvæðagreiðslu um frjálsa sölu áfengis í Washington-fylki Bandaríkjanna.vísir/eyþórFyrir hafði verslunarkeðjan Costco barist fyrir því að fá að selja sterkt áfengi í ríkinu í heildsölu en seinna meir fór keðjan í mikla baráttu fyrir því að fá að selja það í smásölu. Costco lagði 22,5 milljónir dollara, andvirði 2,3 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í kosningabaráttuna. Svo fór að 60 prósent kjósenda kusu með því að einkavæða smásölu sterks áfengis í ríkinu. Var framlag Costco í þessa baráttu það langmesta. Í umsögn Embættis landlæknis Íslands á afleiðingum þess að gefa smásölu áfengis frjálsa hér á landi kemur fram að ávinningur íbúa í Washington-ríki hafi verið rýr eftir breytinguna, sem tók gildi í ríkinu árið 2012. Áfengisverð hækkaði strax um 12 prósent en það er rakið til mikilla skattahækkana sem fylgdu í kjölfarið. Í úttekt embættisins kemur fram að Costco, ásamt öðrum stórum verslunarkeðjum, hefði hagnast mest á þessari breytingu sem leiddi til þess að markaðinum er stjórnað af stórum verslunarkeðjum.Í könnun sem var birt í júní árið 2016 kom fram að þeir sem greiddu atkvæði með þessari breytingu voru átta sinnum líklegri til að breyta atkvæði sínu, fjórum árum eftir að sala á sterku áfengi var gefin frjáls.„Sérfræðingar í að fá lögum breytt“„Costco gæti haft áhrif á stöðu áfengissölu á Íslandi,“ sagði Stockwell aðspurður í samtali við Vísi. „Þannig starfa þeir! Þeir eru risastórir, mjög valdamiklir og sérfræðingar í að fá lögum breytt eftir því hvernig þeim hentar á hverjum markaði,“ segir Stockwell. Hann segir Costco hafa dottið í lukkupottinn í Washington-ríki þegar selja mátti sterkt áfengi í smásölu. „Við þekkjum þetta í Bretlandi þar sem matvöruverslanir mega selja áfengi. Langtímaáhrifin eru þau að matvaran hækkar í verði en áfengið verður ódýrara. Þeir nota ódýrt áfengi til að fá fólk inn og viðskiptavinirnir horfa á verð á víni og bjór og spá ekki í matverði. Út frá heilbrigðissjónarmiði er það slæmt því þá verður hollur matur dýr og áfengi ódýrt.“Stockwell segir að langtímaáhrifin af því að leyfa áfengi í matvöruverslanir séu þau að matvara hækki frekar í verði og fókusinn fari á að bjóða upp á ódýrt áfengi.Getty„Geta boðið allskonar hvata“Stockwell segir Costco eiga eftir að ganga svo langt að beita þrýstingi hér á landi. „Þetta er risafyrirtæki og þeir geta boðið allskonar hvata, sem er ekki endilega ólöglegt, en risastórt alþjóðlegt fyrirtæki hefur mörg úrræði. Costco er til dæmis með fjölda lögfræðinga og munu senda fleiri slíka en nokkur annar,“ segir Stockwell og heldur því fram að oft sé auðvelt að hafa áhrif á eftirlitsaðila. „Í Bandaríkjunum fer ég á fundi með þeim aðilum sem hafa eftirlit með áfengissölu í öllum ríkjunum og ég spyr þá hvaðan þeir fá sínar upplýsingar og þeir svara að þær komi frá iðnaðinum. Ég spyr þá hvers vegna þeir hafi ekki upplýsingar frá heilbrigðisgeiranum en þeir svara að þeir hitti þá fulltrúa sjaldan. Lögfræðingar fyrirtækjanna sem selja áfengi hafa áhrif á markaðinn og berjast innbyrðis. En saman geta þeir gert aðstæðurnar sér hagfelldar,“ segir Stockwell. Hafa styrkinn í breytingarÞegar hann er spurður hvort Ísland sé það stór markaður að Costco muni eyða kröftum sínum í slíka baráttu segir hann að það þurfi einfaldlega að spyrja hversu mikið fyrirtækið græðir á núverandi fyrirkomulagi og hversu mikið mun það græða ef það fengi að selja almenningi áfengi í versluninni. „Ég þori að veðja að þeir hittist reglulega á fundum til að breyta stefnu á þeim mörkuðum sem þeir starfa, eru örugglega með tvo til þrjá lögfræðinga að störfum við það,“ segir Stocwell og bendir á að tugir lögfræðinga hafi verið að störfum í Washington-ríki þegar umræðan um frjálsa sölu á sterku áfengi fór fram. „Ísland er minni markaður en það myndi borga sig fyrir þá að reyna að breyta honum og þeir hafa styrkinn í það.“Bentu ráðamönnum á hvað færi betur á að breytaÞegar fregnir fóru að berast af komu Costco til Íslands var greint frá því að Costco leitaðist eftir því að fá undanþágur fyrir starfsemina, og var áfengislöggjöfin nefnd í því samhengi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2014 að hún hefði hitt fulltrúa Costco oftar en einu sinni og viðræðurnar væru á borði margra ráðuneyta.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því að hún hefði átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Costco áður en vöruhúsið var opnað hér á landi.vísir/gvaHún greindi frá því síðar í Viðskiptablaðinu að forsvarsmenn Costco hefðu ekki gert kröfu um að reglugerðum og lögum um lyf, innflutning á kjöti og áfengi yrði breytt til þess að þeir kæmu til landsins. Þeir hefðu vissulega bent á að einstaka atriði sem þeir teldu að færi betur á að breyta, en engar kröfur hafi þó komið fram um slíkt af þeirra hálfu.Olís fékk nei en Costco jáÍ vikunni hélt Íslandsbanki árlegt fjármálaþing sitt á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Þar var staða smásöluverslunar á Íslandi rædd vegna komu Costco. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, hélt því fram að jafnræðisreglan hefði verið brotin þegar Garðabær ákvað að veita Costco leyfi fyrir bensínstöð í Kauptúni. Garðbær hefði hafnað Olís nokkru áður um leyfi á sama svæði. Í samtali við Vísi segir Jón Ólafur að ætlun Olís hefði verið að þjóna Toyota í Kauptúni með þessum dælum. Þær yrðu staðsettar fyrir framan Toyota-húsið í Kauptúni en einnig opnar almenningi. Hann segir Garðabæ hafa hafnað Olís á sínum tíma með þeim rökum að um væri að ræða viðkvæmt vatnsverndarsvæði. Olís hefði haft skilningi á því en skömmu síðar sótti Toyota aftur um leyfi og fékk samþykki fyrir dælum frá Olís, en þó með þeim kvöðum að þær yrðu í portinu á bak við Toyota-húsið og ekki fyrir almenning.Dæluplan Costco í Kauptúni í Garðabæ.vísir/ernirÞað kom því Jóni og öðrum hjá Olís í opna skjöldu þegar Costco fékk leyfi til að setja stærstu bensínstöð landsins á sama svæði sem þeim hafði verið hafnað um, meðal annars með þeim rökum að þar væri há grunnvatnsstaða og um viðkvæmt vatnsverndarsvæði að ræða. Við leyfisveitinguna fyrir Costco hefði Garðabær vísað í leyfi sem Toyota hafði fengið fyrir eldsneytistönkum, sem voru þó staðsettir á bak við hús og ekki með aðgengi fyrir almenning.Þrýstingur frá fyrirtækjum ekki nýr af nálinniEf svo færi að Costco myndi beita sér opinberlega fyrir því að fá smásölu á áfengi frjálsa hér á landi, yrði það langt því frá fyrsta fyrirtækið sem starfar á Íslandi til að gera það eins og vel er þekkt. Hefur Finnur Árnason, forstjóri Haga sem reka til dæmis Bónus og Hagkaup, talað fyrir því að ríkisreknar verslanir fyrir áfengi séu tímaskekkja og að ríkið gæti losað sig við verulegan kostað og haldið tekjum með því að breyta því fyrirkomulagi.Röðin er nýjasta herferð ÁTVR.Taldi auglýsingu ÁTVR viðbragð vegna komu CostcoEn það er ekki bara Costco sem fer í baráttu heldur hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einnig haldið úti málflutningi gegn því að smásala áfengis hér á landi verði gefin frjáls, til dæmis þessi umsögn starfsmannafélags ÁTVR.Nú í sumar birti ÁTVR umdeilda auglýsingu sem nefndist Röðin, sem hlaut mikla gagnrýni frá þeim sem vilja frjáls sölu á áfengi.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni að hún teldi að koma Costco til Íslands væri undirrót þessara auglýsingar ÁTVR. „Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það,“ sagði Áslaug Arna. Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar.Hér má sjá heildsölu áfengis í Costco sem er einingis fyrir meðlimi verslunarinnar sem eru skráði handhafar leyfis til kaupa á áfengi í heildsölu á Íslandi. Vísir/Ernir Costco Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Steve Pappas segir Costco elska Ísland: „Hvað er ekki að seljast vel?“ Aðstoðarforstjóri Costco ræddi veruna á Íslandi á fjármálaþingi Íslandsbanka. 26. september 2017 13:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Einkavæðing á smásölu áfengis er skilvirkasta leiðin til að fá Íslendinga til að drekka meira áfengi,“ sagði Tim Stockwell, forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada og prófessor við Háskólann í Viktoríu í Kanada, á opnum fundi í Háskóla Íslands á miðvikudag. Stockwell kynnti niðurstöður nýrrar úttektar um áhrif þess að einkavæða smásölu áfengis í salnum Bratta í Stakkahlíð í Reykjavík en fyrir fundinum stóðu bindindissamtökin IOGT á Íslandi, félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu (FRÆ) og Háskóli Íslands.Stockwell fór fyrir alþjóðlegum hópi vísindamanna sem rannsakaði líkleg áhrif þess að einkavæða smásölu áfengis fyrir sænsku áfengisverslunina, Systembolaget.Tim Stocwell, forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada og prófessor við Háskólann í Viktoríu í Kanada.AðsendÍ samtali við Vísi eftir fundinn sagði hann það ávallt val íslensku þjóðarinnar þegar hann var spurður hvort að það væri góð hugmynd að einkavæða smásölu áfengis hér á landi. „Mitt framlag hér var að reyna að draga saman reynslu annarra landa. Rannsóknir sýna að ef þér er umhugað um heilbrigði og öryggi þjóðar, þá sé það nánast alltaf slæm hugmynd að einkavæða,“ sagði Stockwell. Ríkiseinokun tryggir ekki árangurÞegar hann kynnti niðurstöður sínar á miðvikudag sagði hann einokun ríkisins á smásölu áfengis ekki tryggja árangur í áfengisforvörnum, en veitti þó mun fleiri tækifæri til þess. Hans rannsóknir sýni að það sé mun auðveldara að fara úr ríkiseinokun í einkavæðingu heldur en úr einkavæðingu í ríkiseinokun, það sé nánast ómögulegt. Hann sagði fyrirkomulagið á einokun íslenska ríkisins á smásölu áfengis geta verið betra. Hans persónulega skoðun sé sú að Áfengis og tóbaksverslun ríkisins ætti að heyra undir heilbrigðisráðuneytið í stað fjármálaráðuneytisins. „Það myndi samt skila tekjum til ríkisins en einnig bæta heilsu þjóðarinnar,“ sagði Stockwell. „Ég myndi giska á að þið væruð með 55 til 60 prósent af ákjósanlegri áfengisstefnu. Þjóðin hefur ágætt aðgengi að áfengi en áfengið er ekki það ódýrt að ungt fólk og þeir sem eru veikir fyrir geta orðið auðveldlega ölvaðir með ódýru áfengi.“Costco beitti sér verulega í áfengiskosningu í WashingtonÁ fundinum fór hann yfir hvernig einokun Washington-ríkis í Bandaríkjunum á smásölu á sterku áfengi var afnumin í atkvæðagreiðslu meðal íbúa árið 2011. Í Bandaríkjunum eru mismunandi lög yfir sölu áfengis. Sum ríkin eru með söluna sínum snærum, önnur með söluna algjörlega frjálsa en önnur leyfa frjálsa sölu á bjór og léttvíni en sjá svo um sölu á sterku áfengi sjálf. Washington-ríki var með frjálsa sölu á bjór og léttvíni en sala á sterku áfengi var í höndum ríkisins.Costco lagði 22,5 milljónir dollara í kosningabaráttuna vegna atkvæðagreiðslu um frjálsa sölu áfengis í Washington-fylki Bandaríkjanna.vísir/eyþórFyrir hafði verslunarkeðjan Costco barist fyrir því að fá að selja sterkt áfengi í ríkinu í heildsölu en seinna meir fór keðjan í mikla baráttu fyrir því að fá að selja það í smásölu. Costco lagði 22,5 milljónir dollara, andvirði 2,3 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í kosningabaráttuna. Svo fór að 60 prósent kjósenda kusu með því að einkavæða smásölu sterks áfengis í ríkinu. Var framlag Costco í þessa baráttu það langmesta. Í umsögn Embættis landlæknis Íslands á afleiðingum þess að gefa smásölu áfengis frjálsa hér á landi kemur fram að ávinningur íbúa í Washington-ríki hafi verið rýr eftir breytinguna, sem tók gildi í ríkinu árið 2012. Áfengisverð hækkaði strax um 12 prósent en það er rakið til mikilla skattahækkana sem fylgdu í kjölfarið. Í úttekt embættisins kemur fram að Costco, ásamt öðrum stórum verslunarkeðjum, hefði hagnast mest á þessari breytingu sem leiddi til þess að markaðinum er stjórnað af stórum verslunarkeðjum.Í könnun sem var birt í júní árið 2016 kom fram að þeir sem greiddu atkvæði með þessari breytingu voru átta sinnum líklegri til að breyta atkvæði sínu, fjórum árum eftir að sala á sterku áfengi var gefin frjáls.„Sérfræðingar í að fá lögum breytt“„Costco gæti haft áhrif á stöðu áfengissölu á Íslandi,“ sagði Stockwell aðspurður í samtali við Vísi. „Þannig starfa þeir! Þeir eru risastórir, mjög valdamiklir og sérfræðingar í að fá lögum breytt eftir því hvernig þeim hentar á hverjum markaði,“ segir Stockwell. Hann segir Costco hafa dottið í lukkupottinn í Washington-ríki þegar selja mátti sterkt áfengi í smásölu. „Við þekkjum þetta í Bretlandi þar sem matvöruverslanir mega selja áfengi. Langtímaáhrifin eru þau að matvaran hækkar í verði en áfengið verður ódýrara. Þeir nota ódýrt áfengi til að fá fólk inn og viðskiptavinirnir horfa á verð á víni og bjór og spá ekki í matverði. Út frá heilbrigðissjónarmiði er það slæmt því þá verður hollur matur dýr og áfengi ódýrt.“Stockwell segir að langtímaáhrifin af því að leyfa áfengi í matvöruverslanir séu þau að matvara hækki frekar í verði og fókusinn fari á að bjóða upp á ódýrt áfengi.Getty„Geta boðið allskonar hvata“Stockwell segir Costco eiga eftir að ganga svo langt að beita þrýstingi hér á landi. „Þetta er risafyrirtæki og þeir geta boðið allskonar hvata, sem er ekki endilega ólöglegt, en risastórt alþjóðlegt fyrirtæki hefur mörg úrræði. Costco er til dæmis með fjölda lögfræðinga og munu senda fleiri slíka en nokkur annar,“ segir Stockwell og heldur því fram að oft sé auðvelt að hafa áhrif á eftirlitsaðila. „Í Bandaríkjunum fer ég á fundi með þeim aðilum sem hafa eftirlit með áfengissölu í öllum ríkjunum og ég spyr þá hvaðan þeir fá sínar upplýsingar og þeir svara að þær komi frá iðnaðinum. Ég spyr þá hvers vegna þeir hafi ekki upplýsingar frá heilbrigðisgeiranum en þeir svara að þeir hitti þá fulltrúa sjaldan. Lögfræðingar fyrirtækjanna sem selja áfengi hafa áhrif á markaðinn og berjast innbyrðis. En saman geta þeir gert aðstæðurnar sér hagfelldar,“ segir Stockwell. Hafa styrkinn í breytingarÞegar hann er spurður hvort Ísland sé það stór markaður að Costco muni eyða kröftum sínum í slíka baráttu segir hann að það þurfi einfaldlega að spyrja hversu mikið fyrirtækið græðir á núverandi fyrirkomulagi og hversu mikið mun það græða ef það fengi að selja almenningi áfengi í versluninni. „Ég þori að veðja að þeir hittist reglulega á fundum til að breyta stefnu á þeim mörkuðum sem þeir starfa, eru örugglega með tvo til þrjá lögfræðinga að störfum við það,“ segir Stocwell og bendir á að tugir lögfræðinga hafi verið að störfum í Washington-ríki þegar umræðan um frjálsa sölu á sterku áfengi fór fram. „Ísland er minni markaður en það myndi borga sig fyrir þá að reyna að breyta honum og þeir hafa styrkinn í það.“Bentu ráðamönnum á hvað færi betur á að breytaÞegar fregnir fóru að berast af komu Costco til Íslands var greint frá því að Costco leitaðist eftir því að fá undanþágur fyrir starfsemina, og var áfengislöggjöfin nefnd í því samhengi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2014 að hún hefði hitt fulltrúa Costco oftar en einu sinni og viðræðurnar væru á borði margra ráðuneyta.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því að hún hefði átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Costco áður en vöruhúsið var opnað hér á landi.vísir/gvaHún greindi frá því síðar í Viðskiptablaðinu að forsvarsmenn Costco hefðu ekki gert kröfu um að reglugerðum og lögum um lyf, innflutning á kjöti og áfengi yrði breytt til þess að þeir kæmu til landsins. Þeir hefðu vissulega bent á að einstaka atriði sem þeir teldu að færi betur á að breyta, en engar kröfur hafi þó komið fram um slíkt af þeirra hálfu.Olís fékk nei en Costco jáÍ vikunni hélt Íslandsbanki árlegt fjármálaþing sitt á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Þar var staða smásöluverslunar á Íslandi rædd vegna komu Costco. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, hélt því fram að jafnræðisreglan hefði verið brotin þegar Garðabær ákvað að veita Costco leyfi fyrir bensínstöð í Kauptúni. Garðbær hefði hafnað Olís nokkru áður um leyfi á sama svæði. Í samtali við Vísi segir Jón Ólafur að ætlun Olís hefði verið að þjóna Toyota í Kauptúni með þessum dælum. Þær yrðu staðsettar fyrir framan Toyota-húsið í Kauptúni en einnig opnar almenningi. Hann segir Garðabæ hafa hafnað Olís á sínum tíma með þeim rökum að um væri að ræða viðkvæmt vatnsverndarsvæði. Olís hefði haft skilningi á því en skömmu síðar sótti Toyota aftur um leyfi og fékk samþykki fyrir dælum frá Olís, en þó með þeim kvöðum að þær yrðu í portinu á bak við Toyota-húsið og ekki fyrir almenning.Dæluplan Costco í Kauptúni í Garðabæ.vísir/ernirÞað kom því Jóni og öðrum hjá Olís í opna skjöldu þegar Costco fékk leyfi til að setja stærstu bensínstöð landsins á sama svæði sem þeim hafði verið hafnað um, meðal annars með þeim rökum að þar væri há grunnvatnsstaða og um viðkvæmt vatnsverndarsvæði að ræða. Við leyfisveitinguna fyrir Costco hefði Garðabær vísað í leyfi sem Toyota hafði fengið fyrir eldsneytistönkum, sem voru þó staðsettir á bak við hús og ekki með aðgengi fyrir almenning.Þrýstingur frá fyrirtækjum ekki nýr af nálinniEf svo færi að Costco myndi beita sér opinberlega fyrir því að fá smásölu á áfengi frjálsa hér á landi, yrði það langt því frá fyrsta fyrirtækið sem starfar á Íslandi til að gera það eins og vel er þekkt. Hefur Finnur Árnason, forstjóri Haga sem reka til dæmis Bónus og Hagkaup, talað fyrir því að ríkisreknar verslanir fyrir áfengi séu tímaskekkja og að ríkið gæti losað sig við verulegan kostað og haldið tekjum með því að breyta því fyrirkomulagi.Röðin er nýjasta herferð ÁTVR.Taldi auglýsingu ÁTVR viðbragð vegna komu CostcoEn það er ekki bara Costco sem fer í baráttu heldur hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einnig haldið úti málflutningi gegn því að smásala áfengis hér á landi verði gefin frjáls, til dæmis þessi umsögn starfsmannafélags ÁTVR.Nú í sumar birti ÁTVR umdeilda auglýsingu sem nefndist Röðin, sem hlaut mikla gagnrýni frá þeim sem vilja frjáls sölu á áfengi.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni að hún teldi að koma Costco til Íslands væri undirrót þessara auglýsingar ÁTVR. „Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það,“ sagði Áslaug Arna. Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar.Hér má sjá heildsölu áfengis í Costco sem er einingis fyrir meðlimi verslunarinnar sem eru skráði handhafar leyfis til kaupa á áfengi í heildsölu á Íslandi. Vísir/Ernir
Costco Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Steve Pappas segir Costco elska Ísland: „Hvað er ekki að seljast vel?“ Aðstoðarforstjóri Costco ræddi veruna á Íslandi á fjármálaþingi Íslandsbanka. 26. september 2017 13:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00
Steve Pappas segir Costco elska Ísland: „Hvað er ekki að seljast vel?“ Aðstoðarforstjóri Costco ræddi veruna á Íslandi á fjármálaþingi Íslandsbanka. 26. september 2017 13:33