100. mark Giroud í sigri Arsenal Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2017 18:45 Olivier Giroud kom til Arsenal árið 2012 Vísir/Getty Mikið var um markatengda áfanga í leik Arsenal og Bate Borisov í Evrópudeildinni í dag. Olivier Giroud skoraði sitt 100. mark fyrir Arsenal og Rob Holding skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 2-4 sigri. Theo Walcott skoraði sitt 20. mark í Evrópukeppni fyrir félagið og jafnaði markahrókinn Robin van Persie í Evrópumörkum fyrir Lundúnaliðið. Arsenal er nú komið á topp H-riðils með sex stig í tveimur leikjum. Mirko Ivanic og Mikhail Gordejchuk skoruðu mörk Bate. Evrópudeild UEFA
Mikið var um markatengda áfanga í leik Arsenal og Bate Borisov í Evrópudeildinni í dag. Olivier Giroud skoraði sitt 100. mark fyrir Arsenal og Rob Holding skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 2-4 sigri. Theo Walcott skoraði sitt 20. mark í Evrópukeppni fyrir félagið og jafnaði markahrókinn Robin van Persie í Evrópumörkum fyrir Lundúnaliðið. Arsenal er nú komið á topp H-riðils með sex stig í tveimur leikjum. Mirko Ivanic og Mikhail Gordejchuk skoruðu mörk Bate.