Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 19:45 Stephen Curry á forsíðunni. Mynd/@SInow Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. Steph Curry var hinsvegar langt frá því að vera ánægður með forsíðuna og var alveg óhræddur við að láta skoðun sína í ljós þegar hann hitti blaðamenn eftir æfingu hjá Golden State Warriors. „Þetta var skelfilegt,“ sagði Stephen Curry um forsíðuna þar sem hann sést taka örmum saman með LeBron James og Roger Goodell en sá síðastnefndi er yfirmaður NFL-deildarinnar. Uppslátturinn er íþróttamenn Bandaríkjanna standa saman þótt að þjóðin sé sundruð. Það er ekki boðskapurinn sem fór í Stephen Curry heldur það að það vantaði að hans mati aðalmanninn á forsíðuna. THIS WEEK'S COVER: In a nation divided, the sports world is coming together https://t.co/aONQ0a141spic.twitter.com/rvuXVmiHq7 — Sports Illustrated (@SInow) September 26, 2017 „Ef þú hefur ekki Kaepernick fyrir miðju á þessari mynd þá er eitthvað að. Það er erfitt að horfa upp á hvert hlutirnir geta farið,“ sagði Stephen Curry. Hann er ósáttur við að Kaepernick sé að gleymast í umræðunni. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick var upphafsmaður mótmælanna í tengslum við bandaríska þjóðsönginn sem er alltaf spilaður fyrir hvern leik. Hann var á sínum tíma stór stjarna í NFL-deildinni en hefur ekki fengið tækifæri hjá neinu liði í ár. Ástæðan er án vafa mótmæli hans sem fóru illa í eigendur NFL-liðanna. Sömu eigendur hafa síðan verið í aðalhlutverki í mótmælum síðustu daga. NBA NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. Steph Curry var hinsvegar langt frá því að vera ánægður með forsíðuna og var alveg óhræddur við að láta skoðun sína í ljós þegar hann hitti blaðamenn eftir æfingu hjá Golden State Warriors. „Þetta var skelfilegt,“ sagði Stephen Curry um forsíðuna þar sem hann sést taka örmum saman með LeBron James og Roger Goodell en sá síðastnefndi er yfirmaður NFL-deildarinnar. Uppslátturinn er íþróttamenn Bandaríkjanna standa saman þótt að þjóðin sé sundruð. Það er ekki boðskapurinn sem fór í Stephen Curry heldur það að það vantaði að hans mati aðalmanninn á forsíðuna. THIS WEEK'S COVER: In a nation divided, the sports world is coming together https://t.co/aONQ0a141spic.twitter.com/rvuXVmiHq7 — Sports Illustrated (@SInow) September 26, 2017 „Ef þú hefur ekki Kaepernick fyrir miðju á þessari mynd þá er eitthvað að. Það er erfitt að horfa upp á hvert hlutirnir geta farið,“ sagði Stephen Curry. Hann er ósáttur við að Kaepernick sé að gleymast í umræðunni. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick var upphafsmaður mótmælanna í tengslum við bandaríska þjóðsönginn sem er alltaf spilaður fyrir hvern leik. Hann var á sínum tíma stór stjarna í NFL-deildinni en hefur ekki fengið tækifæri hjá neinu liði í ár. Ástæðan er án vafa mótmæli hans sem fóru illa í eigendur NFL-liðanna. Sömu eigendur hafa síðan verið í aðalhlutverki í mótmælum síðustu daga.
NBA NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum