Fótbolti

Glódís fær nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís í leik með íslenska landsliðinu.
Glódís í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir er komin með nýjan þjálfara hjá Rosengård.

Jack Majgaard Jensen var rekinn í dag og við starfi hans tók Malin Levenstad, aðstoðarþjálfari Rosengård.

Jensen, sem er 44 ára gamall Dani, tók við Rosengård í ágúst 2015. Undir hans stjórn varð liðið einu sinni sænskur meistari og tvívegis bikarmeistari.

Rosengård situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, sex stigum á eftir toppliði Linköping. Rosengård hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum.

Glódís gekk í raðir Rosengård frá Eskilstuna eftir Evrópumótið í Hollandi. Hún hefur leikið fimm deildarleiki fyrir Rosengård og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×