63 milljarðar í móttöku flóttamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Ólíklegt er að Ungverjar séu hrifnir af nýju áætluninni. Fréttablaðið/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær tveggja ára áætlun sína í flóttamannamálum sem miðar að því að sambandið taki á móti að minnsta kosti 50.000 flóttamönnum. Gildistíma áætlunar undanfarinna tveggja ára lauk í gær en sú áætlun gerði ráð fyrir móttöku 160.000 flóttamanna. BBC greinir frá því að tekið hafi verið á móti fimmtungi þess fjölda. „Þetta snýst ekki um að takast á við tímabundinn vanda. Þetta snýst um hvernig við meðhöndlum eitthvert flóknasta fyrirbæri okkar tíma,“ sagði Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, í gær. „Þetta er hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar sem miðar að því að gera flóttamönnum kleift að koma hingað á löglegan og öruggan hátt frekar en að leggja líf sitt í hendur smyglara,“ bætti varaforsetinn við. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lagði til að það yrði í forgangi að dreifa úr þeim flóttamönnum sem hafi komið til Ítalíu og Grikklands fyrir gærdaginn og veita þeim skjól í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Um er að ræða 8.000 manns sem uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Alls mun framkvæmdastjórnin leggja hálfan milljarð evra í verkefnið. Það samsvarar um 63 milljörðum króna. Nokkur ríki Evrópusambandsins mótmæltu fyrri áætlun harðlega og hafa varla tekið á móti stökum flóttamanni. Evrópudómstóllinn hafnaði kröfu Pólverja og Ungverja um að áætlunin yrði felld úr gildi fyrr í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær tveggja ára áætlun sína í flóttamannamálum sem miðar að því að sambandið taki á móti að minnsta kosti 50.000 flóttamönnum. Gildistíma áætlunar undanfarinna tveggja ára lauk í gær en sú áætlun gerði ráð fyrir móttöku 160.000 flóttamanna. BBC greinir frá því að tekið hafi verið á móti fimmtungi þess fjölda. „Þetta snýst ekki um að takast á við tímabundinn vanda. Þetta snýst um hvernig við meðhöndlum eitthvert flóknasta fyrirbæri okkar tíma,“ sagði Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, í gær. „Þetta er hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar sem miðar að því að gera flóttamönnum kleift að koma hingað á löglegan og öruggan hátt frekar en að leggja líf sitt í hendur smyglara,“ bætti varaforsetinn við. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lagði til að það yrði í forgangi að dreifa úr þeim flóttamönnum sem hafi komið til Ítalíu og Grikklands fyrir gærdaginn og veita þeim skjól í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Um er að ræða 8.000 manns sem uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Alls mun framkvæmdastjórnin leggja hálfan milljarð evra í verkefnið. Það samsvarar um 63 milljörðum króna. Nokkur ríki Evrópusambandsins mótmæltu fyrri áætlun harðlega og hafa varla tekið á móti stökum flóttamanni. Evrópudómstóllinn hafnaði kröfu Pólverja og Ungverja um að áætlunin yrði felld úr gildi fyrr í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira